Fara í efni

Jóla- og ljósahús Suðurnesjabæjar 2025

Jólahús Suðurnesjabæjar 2025: Melbraut 23
Jólahús Suðurnesjabæjar 2025: Melbraut 23
Jóla- og ljósahús Suðurnesjabæjar 2025

Veittar voru viðurkenningar fyrir fallegar jólaskreytingar í Suðurnesjabæ í gær, þann 19.desember, þegar fulltrúar Ferða-, safna- og menningarráðs heimsóttu íbúa þeirra húsa sem hlutu viðurkenningar í ár.

Íbúar Suðurnesjabæjar hafa að venju verið duglegir að skreyta heimili sín og lýsa upp skammdegið með fallegum jólaljósum og skreytingum.

Val á jólahúsi og ljósahúsi Suðurnesjabæjar var í höndum ferða-, safna- og menningarráðs líkt og undanfarin ár. Íbúum er óskað innilega til hamingju með viðurkenningarnar.

  • Jólahús Suðurnesjabæjar árið 2025 er Melbraut 23 í Garði.
  • Ljósahús Suðurnesjabæjar árið 2025 er Bjarmaland 10 í Sandgerði.
  • Sérstakar viðurkenningar: Garðbraut 88 í Garði og Heiðarbraut 4 í Sandgerði.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við tilefnið en sjón er sögu ríkari og eru íbúar hvattir til þess að fara í gönguferðir og skoða öll jólaljósin í bænum.